Erlent

Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Þýskalandskanslari ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með Mario Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fyrr í dag.
Þýskalandskanslari ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með Mario Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fyrr í dag.
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland „verði áfram hluti af sögu okkar“. Merkel vísar þar til vangaveltna um að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið í kjölfar þingkosninga sem fram fara í landinu á sunnudaginn.

Merkel hvatti til einingar á síðasta degi grísku kosningabaráttunnar þegar hún ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með Mario Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fyrr í dag.

Skoðanakannanir benda til að vinstriflokkurinn Syriza muni bera sigur úr býtum og óttast margir að slíkur sigur myndi leiða til greiðslufalls gríska ríkisins og að Grikkland yfirgefi evrusvæðið.

„Ég vil að Grikkland, verði áfram hluti af sögu okkar, þrátt fyrir öll vandamálin,“ sagði Merkel.

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, hefur biðlað til þjóðarinnar að veita flokknum skýrt umboð til að hann geti bundið enda á öllum þeim aðhaldsaðgerðum sem landið hefur þurft að gangast undir. Segir hann styttast í að „niðurlæging“ landsins líði undir lok.

Tsipras hefur heitið því að alþjóðlegar skulir landsins verði minnkaðar um helming þegar núgildandi lánasamningar renna út. Á mánudaginn, daginn eftir kosningar, muni landið hætta að taka við skipunum að utan.

Grikkir hafa þurft að þola mikinn niðurskurð í kjölfari efnahagskreppunnar og mælist atvinnuleysi um 25 prósent.


Tengdar fréttir

Óbreytt stjórn forsenda fyrir aðild Grikkja

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gæti þrýst á um að Grikkland hætti í evrusamstarfinu, ef ný ríkisstjórn tekur við völdum í Grikklandi. Kosið verður eftir þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×