Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 09:02 Guðmundur íhugull á fundinum í gær. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15