Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Arnar Björnsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 10:15 Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik gegn Tékkum en frammistaða hans tveimur sólarhringum síðar var stórkostleg. Þar sýndi hann enn og sannaði að fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Munurinn á tilfinningum þínum eftir Tékkaleikinn annars vegar og Egyptaleikinn hinsvegar. „Svipaðar og þínar held ég, þú varst ekki ánægður með mig eftir Tékkaleikinn en ánægðari með mig í dag. Ætli það sé ekki eins hjá öllum“. En af hverju þessi munur? „Það er rosalega góð spurning sem á fyllilega rétt á sér en ég hef ekkert svar við henni. Undirbúningur okkar var svipaður fyrir leikina en við mættum ekki til leiks gegn Tékkum. Hvers vegna er erfitt að svara þegar lið eru andlaus og ekki upp á sitt besta. Okkur tókst að snúa þessu við og við verðum að halda sama hugarfari og í síðasta leik“. Sigurinn kannski athyglisverðari þar sem Eygptarnir skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkunum? „Kannski ekkert sætari en það var flott að sjá hvernig menn héldu haus, vörnin hélt og Bjöggi var flottur fyrir aftan hana. Við höfum alltaf á einhverju góðu að byggja, þurftum að leysa þeirra varnarleik sem við gerðum frábærlega“. Nú bíður ykkar allt annar mótherji, Danir spila öðru vísi en Egyptar. Er gaman að spila á móti Dönum? „Já það er það. Síðasti leikur í byrjun janúar var góður en leikirnir þar áður kannski ekki en þar áður voru þetta æðislegir leikir, jafnir og mikil barátta. Þetta eru lið sem þekkjast vel og leikurinn annað kvöld verður væntanlega hörkuleikur“. Nú ertu að spila gegn gamla þjálfaranum þínum er það eitthvað öðru vísi að horfa á Gumma hinum megin mjög stressaðan? „Hann var alltaf stressaður með okkur líka svo það er alveg sama hvorum megin hann er. Ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir hann heldur en okkur. Þetta er óneitanlega sérstakt. En hann leggur upp leik danska liðsins og við erum að spila við leikmennina. Hann kemur ekki til með að taka boltann og valda okkur erfiðleikum. Við komum ekkert til með að horfa sérstaklega á hann.“ „Við vitum nákvæmlega hvað hann kemur til með að segja við þá um okkur og hvernig hann leggur leikinn upp. Hann þekkir okkar styrkleika. Við erum úr leik ef við töpum en það er alveg klárt að við förum í leikinn við Dani til að vinna. Ég er ekki hér til að sannfæra þig, ég þarf að sannfæra leikmennina svo við séum allir á sömu blaðsíðunni.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Línumaðurinn sterki segir ávallt skemmtilegt að spila gegn Danmörku. 26. janúar 2015 07:30 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik gegn Tékkum en frammistaða hans tveimur sólarhringum síðar var stórkostleg. Þar sýndi hann enn og sannaði að fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Munurinn á tilfinningum þínum eftir Tékkaleikinn annars vegar og Egyptaleikinn hinsvegar. „Svipaðar og þínar held ég, þú varst ekki ánægður með mig eftir Tékkaleikinn en ánægðari með mig í dag. Ætli það sé ekki eins hjá öllum“. En af hverju þessi munur? „Það er rosalega góð spurning sem á fyllilega rétt á sér en ég hef ekkert svar við henni. Undirbúningur okkar var svipaður fyrir leikina en við mættum ekki til leiks gegn Tékkum. Hvers vegna er erfitt að svara þegar lið eru andlaus og ekki upp á sitt besta. Okkur tókst að snúa þessu við og við verðum að halda sama hugarfari og í síðasta leik“. Sigurinn kannski athyglisverðari þar sem Eygptarnir skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkunum? „Kannski ekkert sætari en það var flott að sjá hvernig menn héldu haus, vörnin hélt og Bjöggi var flottur fyrir aftan hana. Við höfum alltaf á einhverju góðu að byggja, þurftum að leysa þeirra varnarleik sem við gerðum frábærlega“. Nú bíður ykkar allt annar mótherji, Danir spila öðru vísi en Egyptar. Er gaman að spila á móti Dönum? „Já það er það. Síðasti leikur í byrjun janúar var góður en leikirnir þar áður kannski ekki en þar áður voru þetta æðislegir leikir, jafnir og mikil barátta. Þetta eru lið sem þekkjast vel og leikurinn annað kvöld verður væntanlega hörkuleikur“. Nú ertu að spila gegn gamla þjálfaranum þínum er það eitthvað öðru vísi að horfa á Gumma hinum megin mjög stressaðan? „Hann var alltaf stressaður með okkur líka svo það er alveg sama hvorum megin hann er. Ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir hann heldur en okkur. Þetta er óneitanlega sérstakt. En hann leggur upp leik danska liðsins og við erum að spila við leikmennina. Hann kemur ekki til með að taka boltann og valda okkur erfiðleikum. Við komum ekkert til með að horfa sérstaklega á hann.“ „Við vitum nákvæmlega hvað hann kemur til með að segja við þá um okkur og hvernig hann leggur leikinn upp. Hann þekkir okkar styrkleika. Við erum úr leik ef við töpum en það er alveg klárt að við förum í leikinn við Dani til að vinna. Ég er ekki hér til að sannfæra þig, ég þarf að sannfæra leikmennina svo við séum allir á sömu blaðsíðunni.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Línumaðurinn sterki segir ávallt skemmtilegt að spila gegn Danmörku. 26. janúar 2015 07:30 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13
Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Línumaðurinn sterki segir ávallt skemmtilegt að spila gegn Danmörku. 26. janúar 2015 07:30
Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00
Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti