Halldór segir mikilvægt að Hanna Birna fái að svara fyrir sig Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2015 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir með Elínu Hirst að Hanna Birna ætti að hætta þingmennsku. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent