Halldór segir mikilvægt að Hanna Birna fái að svara fyrir sig Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2015 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir með Elínu Hirst að Hanna Birna ætti að hætta þingmennsku. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18