Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 18:25 Saric var hetja Katarmanna eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn