Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:45 Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“ Charlie Hebdo Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“
Charlie Hebdo Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira