Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 15:48 Margir stuðningsmanna Stjörnunnar eiga ekki kost á að mæta á blótið í ár. Vísir/Gunnar Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira