Síðasta atvinnuflugmannslendingin Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær. Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær.
Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira