Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 15. janúar 2015 11:53 Guðjón Valur og hinir strákarnir í landsliðinu þurftu að gefa mótshöldurum handarfarið sitt hér í Katar. Vísir/Eva Björk Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02
Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41