Yfirvofandi verkfall flugvirkja: Helstu samstarfsaðilum Gæslunnar gert viðvart Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:28 Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira