Handbolti

Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Menn þurfa að vinna meira saman í vörninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónassonar fóru yfir varnarleik íslenska liðsins á móti Alsír í HM-kvöldinu í gær en Ísland vann átta marka sigur á Alsíringum í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Júlíus vill sjá meiri hjálparvinnu í varnarleik íslenska liðsins og þá sýndi hann dæmi um það þegar engin hávörn var hjá íslensku vörninni sem gerir Björgvini Pál erfitt fyrir í markinu.  „Hávörnin þarf að vera í lagi," sagði Júlíus Jónasson og hann fór líka yfir það hvernig hávörnin varð betri eftir því sem leið á leikinn við Alsír.

„Ég hafði ekki miklar áhyggjur af sóknarleiknum þótt að hann hafi verið daprari heldur en ég reiknaði með. Við eigum ekki að hafa miklar áhyggjur af sóknarleiknum en mér finnst við ekki hafa verið sannfærandi í varnarleiknum hvorki í þessum Alsír-leik eða á móti Svíum," sagði Júlíus og bætti við:

„Ég er ekki sammála því að varnarleikurinn hafi verið góður hjá okkur á móti Svíum" sagði Júlíus og hann kallar eftir meiri samvinnu hjá leikmönnum íslenska liðsins.

„Menn þurfa að vinna meira saman í að loka svæðunum,“ sagði Júlíus.

Júlíus, Hörður og Gaupi fóru líka yfir brottrekstra íslenska liðsins á mótinu en þeir hafa verið alltof margir en það má sjá alla umfjöllun þeirra um varnarleikinn í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×