Kúbumaðurinn í liði Katar skaut Slóvena í kaf Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 17:41 Rafael Capote skorar eitt af tólf mörkum sínum. vísir/afp Heimamenn í Katar virðast svo sannarlega búnir að setja saman flott handboltalið, en það tók sig til og lagði firnasterkt lið Slóvena, 31-29, í þriðju umferð A-riðils á HM í handbolta í dag. Slóvenar voru þremur mörkum yfir, 10-7, eftir fimmtán mínútna leik, en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum í röð og komust yfir, 11-10. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Katar. Katar komst í 24-20 þegar seinni hálfleik var hálfnaður, en þá fór slóvenska vörnin í gang sem og Gorazd Skof í markinu og var boðið upp á æsispennandi lokamínútur. Þar höfðu gestgjafarnir betur þökk sé Kúbumanninum Rafael Capote sem skoraði mikilvæg mörk, en hann skoraði í heildina tólf mörk í leiknum. Frábær leikur hjá honum. Kamalaldin Mallash bætti við sjö mörkum fyrir Katar en í liði Slóvena var Jure Dolenec markahæstur. Goran Stojanovic, markvörður Katar, var einnig sterkur á lokamínútunum og varði mikilvæg skot. Katar er með sex stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og heimsmeistarar Spánar. Þau eru í efstu tveimur sætum A-riðils. Í B-riðli er Makedónía einnig með fullt hús stig líkt og Króatía, en bæði lið unnu sína leiki í dag. Makedónía vann Bosníu, 25-22, þar sem helstu fréttir voru að Kiril Lazarov var ekki markahæstur í liði Makedóníumanna. Hann skoraði þrjú mörk en Dejan Manaskov var markahæstur með sex mörk. Króatar völtuðu yfir Íran, 41-22, þar sem Zlatko Horvat skoraði tólf mörk og Igor Karacic fimm mörk. Klukkan 18.00 mæta lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu liði Túnis í síðasta leik dagsins. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. HM 2015 í Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Heimamenn í Katar virðast svo sannarlega búnir að setja saman flott handboltalið, en það tók sig til og lagði firnasterkt lið Slóvena, 31-29, í þriðju umferð A-riðils á HM í handbolta í dag. Slóvenar voru þremur mörkum yfir, 10-7, eftir fimmtán mínútna leik, en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum í röð og komust yfir, 11-10. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Katar. Katar komst í 24-20 þegar seinni hálfleik var hálfnaður, en þá fór slóvenska vörnin í gang sem og Gorazd Skof í markinu og var boðið upp á æsispennandi lokamínútur. Þar höfðu gestgjafarnir betur þökk sé Kúbumanninum Rafael Capote sem skoraði mikilvæg mörk, en hann skoraði í heildina tólf mörk í leiknum. Frábær leikur hjá honum. Kamalaldin Mallash bætti við sjö mörkum fyrir Katar en í liði Slóvena var Jure Dolenec markahæstur. Goran Stojanovic, markvörður Katar, var einnig sterkur á lokamínútunum og varði mikilvæg skot. Katar er með sex stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og heimsmeistarar Spánar. Þau eru í efstu tveimur sætum A-riðils. Í B-riðli er Makedónía einnig með fullt hús stig líkt og Króatía, en bæði lið unnu sína leiki í dag. Makedónía vann Bosníu, 25-22, þar sem helstu fréttir voru að Kiril Lazarov var ekki markahæstur í liði Makedóníumanna. Hann skoraði þrjú mörk en Dejan Manaskov var markahæstur með sex mörk. Króatar völtuðu yfir Íran, 41-22, þar sem Zlatko Horvat skoraði tólf mörk og Igor Karacic fimm mörk. Klukkan 18.00 mæta lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu liði Túnis í síðasta leik dagsins. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
HM 2015 í Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni