Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.

Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp.
Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum.