Sigurður G. fékk 2,4 milljónir frá Arnþrúði Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2015 14:23 Sigurður G. fékk sitt borgað í topp áður en gamla félagið fór í þrot, og Útvarp Saga er ekki gjaldþrota, að sögn Arnþrúðar. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu segir fráleitt að rekstur hennar hafi verið keyrður í þrot til að komast hjá því að borga Sigurði G. Tómassyni útvarpsmanni, en Sigurður fór í mál við Útvarp Sögu vegna vangoldinna launa, mál sem hann vann. Kjarninn greinir frá því að Útvarp Saga sé gjaldþrota. Arnþrúður segir þetta þvælu. „Verði nú bara Kjarnanum að góðu. Útvarp Saga er ekkert gjaldþrota. Reksturinn var seldur fyrir ári síðan. Kjarninn er að tala um gamalt félag sem er ekki einu sinni Útvarp Saga.Vísar frétt Kjarnans til föðurhúsannaArnþrúður útskýrir að Fjölmiðlanefndin hafi innkallað öll útvarpsleyfi um áramót, fyrir ári, vegna nýrra fjölmiðlalaga. „Þá stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við færum áfram að óbreyttu eða hvort við ætluðum að breyta þessu og opna fyrir nýja möguleika. Og það varð. Einhver fyrirsögn Kjarnans um að Útvarp saga sé gjaldþrota, verður bara að fara aftur til þeirra heimahúsa,“ segir Arnþrúður. Málið er sem sagt þetta að félagið sem átti Útvarp Sögu, sem var í eigu Arnþrúðar, var selt öðru félagi, sem er í eigu Arnþrúðar. Í frétt Kjarnans er vitnað í Séð & heyrt þar sem haft eftir Arnþrúði að hún hyggist ekki una niðurstöðu Hæstaréttar í málinu sem Sigurður höfðaði og útvarpsstöðin stefni í gjaldþrot vegna þess. Arnþrúður gefur minna en ekkert fyrir þetta. „Þetta kemur ekkert Útvarp Sögu við, þetta er gamla félagið. Sigurður G. Tómasson fékk allt borgað, rúmar 2,4 milljónir. Frá gamla félaginu. Hann sótti að gamla félaginu, hann sótti gamla félagið og fékk allt borgað uppí topp. Þeir eru að reyna að búa til úlfalda uppúr einhverri mykju sem ég ekki átta mig á hver er.“Borgaði Sigurði ekki með glöðu geðiAðspurð segir Arnþrúður það hafa verið einhverjar fáeinar miljónir sem útaf stóðu í gamla félaginu, hún man það ekki. En, Sigurður G. fékk sannarlega sitt. „Ef ég hefði viljað vera nastí hefði ég ekki borgað neitt og farið í þrot með þetta, það gerði ég engan veginn,“ segir Arnþrúður. Það breytir ekki þeirri skoðun hennar að mál Sigurðar á hendur sér sé hið mesta hneyksli og dómsstólum til skammar. Sigurður hafi horfið í fjóra mánuði, boðað komu sína með engum fyrirvara og hún hafi sent honum SMS þar sem segir að það sé nú frekar seint, Sigurður tekið því sem uppsögn og stefnt henni löngu síðar vegna vangoldinna launa. „Hann þurfti aldrei að sýna þetta sms svo mikið sem. Þetta eru ekki vangoldin laun, heldur uppsagnafrestur sem honum var dæmdur, þrátt fyrir þetta, og hann aldrei vann. Svo var hann meira að segja á launum hjá Ingva Hrafni Jónssyni á ÍNN á þessum sama tíma.“Dyggir hlustendur þurfa engu að kvíða En, svo kafla Sigurðar G. sé lokað, en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar, þá segir Arnþrúður að dyggir hlustendur og aðdáendur Útvarps Sögu geti haldið áfram að hlusta eins og þeir eru vanir. „Gamla félagið fór í þrot 10. desember og gefur auga leið að við hefðum lokað stöðinni hún hefði fylgt þeim rekstri. Svo er ekki. Hér er tóm gleði og bongó-blíða. Við erum náttúrlega í þessari samkeppni sem er gríðarlega hörð. Yfirvöld vita af því að þessi samkeppni er ekki sanngjörn, en halda áfram að moka inní ríkisútvarpið fé til að kítta uppí öll göt.“ Arnþrúður sagði jafnframt, aðspurð, að það væri engin mafía eða útrásarvíkingar á bak við sig í þessum útvarpsrekstri. Tengdar fréttir Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni. 17. desember 2013 17:49 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu segir fráleitt að rekstur hennar hafi verið keyrður í þrot til að komast hjá því að borga Sigurði G. Tómassyni útvarpsmanni, en Sigurður fór í mál við Útvarp Sögu vegna vangoldinna launa, mál sem hann vann. Kjarninn greinir frá því að Útvarp Saga sé gjaldþrota. Arnþrúður segir þetta þvælu. „Verði nú bara Kjarnanum að góðu. Útvarp Saga er ekkert gjaldþrota. Reksturinn var seldur fyrir ári síðan. Kjarninn er að tala um gamalt félag sem er ekki einu sinni Útvarp Saga.Vísar frétt Kjarnans til föðurhúsannaArnþrúður útskýrir að Fjölmiðlanefndin hafi innkallað öll útvarpsleyfi um áramót, fyrir ári, vegna nýrra fjölmiðlalaga. „Þá stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við færum áfram að óbreyttu eða hvort við ætluðum að breyta þessu og opna fyrir nýja möguleika. Og það varð. Einhver fyrirsögn Kjarnans um að Útvarp saga sé gjaldþrota, verður bara að fara aftur til þeirra heimahúsa,“ segir Arnþrúður. Málið er sem sagt þetta að félagið sem átti Útvarp Sögu, sem var í eigu Arnþrúðar, var selt öðru félagi, sem er í eigu Arnþrúðar. Í frétt Kjarnans er vitnað í Séð & heyrt þar sem haft eftir Arnþrúði að hún hyggist ekki una niðurstöðu Hæstaréttar í málinu sem Sigurður höfðaði og útvarpsstöðin stefni í gjaldþrot vegna þess. Arnþrúður gefur minna en ekkert fyrir þetta. „Þetta kemur ekkert Útvarp Sögu við, þetta er gamla félagið. Sigurður G. Tómasson fékk allt borgað, rúmar 2,4 milljónir. Frá gamla félaginu. Hann sótti að gamla félaginu, hann sótti gamla félagið og fékk allt borgað uppí topp. Þeir eru að reyna að búa til úlfalda uppúr einhverri mykju sem ég ekki átta mig á hver er.“Borgaði Sigurði ekki með glöðu geðiAðspurð segir Arnþrúður það hafa verið einhverjar fáeinar miljónir sem útaf stóðu í gamla félaginu, hún man það ekki. En, Sigurður G. fékk sannarlega sitt. „Ef ég hefði viljað vera nastí hefði ég ekki borgað neitt og farið í þrot með þetta, það gerði ég engan veginn,“ segir Arnþrúður. Það breytir ekki þeirri skoðun hennar að mál Sigurðar á hendur sér sé hið mesta hneyksli og dómsstólum til skammar. Sigurður hafi horfið í fjóra mánuði, boðað komu sína með engum fyrirvara og hún hafi sent honum SMS þar sem segir að það sé nú frekar seint, Sigurður tekið því sem uppsögn og stefnt henni löngu síðar vegna vangoldinna launa. „Hann þurfti aldrei að sýna þetta sms svo mikið sem. Þetta eru ekki vangoldin laun, heldur uppsagnafrestur sem honum var dæmdur, þrátt fyrir þetta, og hann aldrei vann. Svo var hann meira að segja á launum hjá Ingva Hrafni Jónssyni á ÍNN á þessum sama tíma.“Dyggir hlustendur þurfa engu að kvíða En, svo kafla Sigurðar G. sé lokað, en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar, þá segir Arnþrúður að dyggir hlustendur og aðdáendur Útvarps Sögu geti haldið áfram að hlusta eins og þeir eru vanir. „Gamla félagið fór í þrot 10. desember og gefur auga leið að við hefðum lokað stöðinni hún hefði fylgt þeim rekstri. Svo er ekki. Hér er tóm gleði og bongó-blíða. Við erum náttúrlega í þessari samkeppni sem er gríðarlega hörð. Yfirvöld vita af því að þessi samkeppni er ekki sanngjörn, en halda áfram að moka inní ríkisútvarpið fé til að kítta uppí öll göt.“ Arnþrúður sagði jafnframt, aðspurð, að það væri engin mafía eða útrásarvíkingar á bak við sig í þessum útvarpsrekstri.
Tengdar fréttir Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni. 17. desember 2013 17:49 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni. 17. desember 2013 17:49