Aron: Greinilegar framfarir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2015 00:00 Aron hugsi á hliðarlínunni. vísir/ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45