Grikkir ósáttir við ætlað inngrip Þjóðverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:00 Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters. Grikkland Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters.
Grikkland Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira