Grindavík vann síðustu fimm mínúturnar 21-3 - öll úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. janúar 2015 21:05 Petrúnella Skúladóttir átti stórgóðan leik fyrir Grindavík. vísir/ernir Keflavík er eitt í öðru sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta með 24 stig, fjórum stigum minna en topplið Íslandmeistara Snæfells, eftir öruggan sigur á nýliðum Breiðabliks á útivelli í kvöld. Keflavík átti í engum vandræðum með Blika í kvöld og vann 45 stiga sigur, 90-45, þar sem Carmen Tyson-Thomas var stigahæst með 33 stig og 15 stoðsendingar. Sara Rún Hinriksdóttir og Birna Valgarðsdóttir skoruðu báðar 13 stig, en Jóhanna Björg Sveinsdóttir var stigahæst hjá nýliðum með 18 stig auk þess sem hún tók 9 fráköst. Breiðablik er á botninum með tvö stig, en Valur er áfram í 5. sæti með 16 stig eftir öruggan heimasigur á KR í kvöld, 82-58. Taleya Mayberry, nýr bandarískur leikmaður Vals, átti skínandi leik, en hún skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Guðbjörg Sverrisdóttir kom næst í liði Vals með 22 stig og 9 stoðsendingar, en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 17 stig fyrir KR og Bergþóra Holton 15 stig. Grindavík lenti í vandræðum gegn Hamri á útivelli, en Hvergerðingar, sem voru aðeins með átta leikmenn á skýrslu í kvöld, voru tíu stigum yfir, 56-46, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá fór Pálína Gunnlaugsdóttir í gang og skoraði átta af sínum 18 stigum í leiknum, en hún var næst stigahæst á eftir Petrúnellu Skúladóttir sem var einnig öflug á endasprettinum sem og í öllum leiknum. Petrúnella skoraði í heildina 24 stig og tók 18 fráköst fyrir Grindavík sem vann síðustu fimm mínúturnar, 21-3, og leikinn með átta stiga mun, 67-59. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Sydnei Moss voru báðar öflugar í liði heimamanna í kvöld; Salbjörg skoraði 18 stig og tók 20 fráköst en Moss skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Hamar er í næst neðsta sætinu með fjögur stig en Grindavík í fjórða sæti með 18 stig.Öll úrslit og tölfræði kvöldsins:Valur-KR 82-58 (16-14, 18-26, 22-10, 26-8)Valur: Taleya Mayberry 28/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 22/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 7, Ragnheiður Benónísdóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 1.KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 15/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Einarsdóttir 2/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 1.Breiðablik-Keflavík 55-90 (23-22, 13-20, 8-26, 11-22)Breiðablik: Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/9 fráköst, Arielle Wideman 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 8, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/6 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 4, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.Hamar-Grindavík 59-67 (10-13, 24-8, 17-15, 8-31)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18/20 fráköst/5 varin skot, Sydnei Moss 18/18 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 9/4 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 8/9 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 6/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 24/18 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst/6 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Keflavík er eitt í öðru sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta með 24 stig, fjórum stigum minna en topplið Íslandmeistara Snæfells, eftir öruggan sigur á nýliðum Breiðabliks á útivelli í kvöld. Keflavík átti í engum vandræðum með Blika í kvöld og vann 45 stiga sigur, 90-45, þar sem Carmen Tyson-Thomas var stigahæst með 33 stig og 15 stoðsendingar. Sara Rún Hinriksdóttir og Birna Valgarðsdóttir skoruðu báðar 13 stig, en Jóhanna Björg Sveinsdóttir var stigahæst hjá nýliðum með 18 stig auk þess sem hún tók 9 fráköst. Breiðablik er á botninum með tvö stig, en Valur er áfram í 5. sæti með 16 stig eftir öruggan heimasigur á KR í kvöld, 82-58. Taleya Mayberry, nýr bandarískur leikmaður Vals, átti skínandi leik, en hún skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Guðbjörg Sverrisdóttir kom næst í liði Vals með 22 stig og 9 stoðsendingar, en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 17 stig fyrir KR og Bergþóra Holton 15 stig. Grindavík lenti í vandræðum gegn Hamri á útivelli, en Hvergerðingar, sem voru aðeins með átta leikmenn á skýrslu í kvöld, voru tíu stigum yfir, 56-46, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá fór Pálína Gunnlaugsdóttir í gang og skoraði átta af sínum 18 stigum í leiknum, en hún var næst stigahæst á eftir Petrúnellu Skúladóttir sem var einnig öflug á endasprettinum sem og í öllum leiknum. Petrúnella skoraði í heildina 24 stig og tók 18 fráköst fyrir Grindavík sem vann síðustu fimm mínúturnar, 21-3, og leikinn með átta stiga mun, 67-59. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Sydnei Moss voru báðar öflugar í liði heimamanna í kvöld; Salbjörg skoraði 18 stig og tók 20 fráköst en Moss skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Hamar er í næst neðsta sætinu með fjögur stig en Grindavík í fjórða sæti með 18 stig.Öll úrslit og tölfræði kvöldsins:Valur-KR 82-58 (16-14, 18-26, 22-10, 26-8)Valur: Taleya Mayberry 28/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 22/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 7, Ragnheiður Benónísdóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 1.KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 15/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Einarsdóttir 2/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 1.Breiðablik-Keflavík 55-90 (23-22, 13-20, 8-26, 11-22)Breiðablik: Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/9 fráköst, Arielle Wideman 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 8, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/6 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 4, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.Hamar-Grindavík 59-67 (10-13, 24-8, 17-15, 8-31)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18/20 fráköst/5 varin skot, Sydnei Moss 18/18 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 9/4 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 8/9 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 6/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 24/18 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst/6 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira