Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2015 08:54 Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. Vísir/AFP Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum. Charlie Hebdo Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum.
Charlie Hebdo Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira