Komum þeim frá! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. desember 2014 07:00 Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun