Komugjöld: Tíu góð rök Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 29. desember 2014 10:00 Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast).
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun