Sala á Scholz gæti skilað Stjörnunni tugum milljóna í janúar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 08:30 Alexander Scholz skilaði góðu starfi fyrir Stjörnuna og Garðbæingar halda áfram að græða á gæðum hans. Vísir/Getty Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira