Hannes æfir með KR og bíður eftir fréttum frá Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 06:30 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu gegn Hollandi. Vísir/Vilhelm „Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
„Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti