Hannes æfir með KR og bíður eftir fréttum frá Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 06:30 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu gegn Hollandi. Vísir/Vilhelm „Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira
„Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira