Ætlum að klára dæmið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 06:30 Þórey Rósa gerir ráð fyrir að það verði erfiðara að spila gegn Makedóníu en Ítalíu. fréttablaðið/stefán Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira