Eina hraðlest deildarinnar er í Frostaskjóli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2014 09:00 Pavel Ermolinskij er lestarstjórinn inni á vellinum og er með þrefalda tvennu að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í vetur. Fréttablaðið/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni á fimmtudagskvöldið þegar Vesturbæingar unnu 31 stigs sigur í Borgarnesi. Íslandsmeistararnir eru á sömu hraðferð í gegnum deildarkeppnina og í fyrra þegar liðið tapaði aðeins einum leik af 22. KR hefur nú unnið átta fyrstu leiki sína annað árið í röð og það þarf að fara 22 ár aftur í tímann til að finna slíkt í úrvalsdeild karla eða síðan Jón Kr. Gíslason leiddi frábært Keflavíkurlið sem spilandi þjálfari.Hugtakið Keflavíkurhraðlestin Þetta voru tímabilin þar sem hugtakið Keflavíkurhraðlestin varð til en eina hraðlest úrvalsdeildarinnar í dag hefur nú aðsetur í Frostaskjólinu. Keflvíkingar mættu inn í 1992-93 tímabilið sem ríkjandi Íslandsmeistarar en líkt og KR-ingar í fyrra höfðu þeir misst af bikarnum árið á undan. Keflavíkurliðið átti frábært tímabil 1992-93 og vann tvöfalt þar sem liðið vann lokaúrslitin 3-0 og bikarúrslitaleikinn með 39 stiga mun. Keflvíkingar eru síðasta liðið á undan KR sem náði að vinna átta fyrstu leiki sína á tveimur tímabilum í röð en það þarf að fara enn lengra til að finna jafnoka KR-liðsins vinni liðið næsta leik. Síðasta liðið og það eina í sögu úrvalsdeildar karla til að vinna fyrstu níu leiki sína tvö tímabil í röð var Njarðvíkurliðið frá 1988-90. Njarðvíkingar unnu fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 1988-89 og ellefu fyrstu leiki sína tímabilið eftir. Njarðvíkingum tókst þó ekki að vinna titilinn því liðið sat eftir í undanúrslitunum bæði árin.Allt annar bandarískur leikmaður KR-liðið í ár er gríðarlega sterkt þrátt fyrir að menn hafi horft á eftir hinum frábæra Martin Hermannssyni út í skóla. Pavel Ermolinskij er með þrennu að meðaltali í leik, Helgi Már Magnússon les leikinn eins og opna bók, fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson gengur í þau verk sem þarf helst að leysa og ólíkt því sem var í fyrra eru KR-ingar nú með einn allra besta Bandaríkjamann deildarinnar. Þá má ekki gleyma öðrum sterkum leikmönnum, Darri Hilmarsson lætur til sína taka á báðum endum vallarins, Finnur Atli Magnússon er kominn aftur heim og kemur með mikla orku inn af bekknum og þá hefur Björn Kristjánsson nýtt sínar mínútur mjög vel. Finnur Freyr Stefánsson er á sínu öðru ári með liðið og þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu sem aðalþjálfari í meistaraflokki hefur honum tekist að fá marga stjörnuleikmenn til að vinna vel saman. KR-hjartað slær í þeim flestum og það skiptir miklu máli.8-0 boðar gott fyrir liðin 8-0 byrjun hefur boðað gott fyrir lið frá 2004. Öll fjögur liðin sem hafa unnið átta fyrstu leiki sína undanfarinn áratug hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn vorið eftir og átta af þeim ellefu sem hafa náð þessu í sögu úrvalsdeildar karla hafa farið alla leið og unnið stóra titilinn. Þetta boðar gott en skiptir litlu enda ekki pláss fyrir meiri titlapressu en einmitt á KR-liðinu í ár. KR-ingar lentu reyndar í vandræðum í leikjum sínum við ÍR og Tindastól í upphafi móts en hafa síðan unnið fjóra af fimm leikjum sínum með fimmtán stigum eða meira. KR-liðið hefur unnið 23 af 32 leikhlutum sínum í fyrstu átta umferðunum, þar af hafa Vesturbæingar aðeins tapað 4 af 20 leikhlutum í síðustu fimm leikjum. KR-liðið hefur nú unnið 18 deildarleiki í röð, átta fyrstu á þessu tímabili og þá tíu síðustu í deildarkeppninni á síðustu leiktíð. Fyrr en varir verða menn farnir að fletta upp fleiri metum því það stefnir svo sannarlega í metavetur í Vesturbænum á þessu tímabili. Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni á fimmtudagskvöldið þegar Vesturbæingar unnu 31 stigs sigur í Borgarnesi. Íslandsmeistararnir eru á sömu hraðferð í gegnum deildarkeppnina og í fyrra þegar liðið tapaði aðeins einum leik af 22. KR hefur nú unnið átta fyrstu leiki sína annað árið í röð og það þarf að fara 22 ár aftur í tímann til að finna slíkt í úrvalsdeild karla eða síðan Jón Kr. Gíslason leiddi frábært Keflavíkurlið sem spilandi þjálfari.Hugtakið Keflavíkurhraðlestin Þetta voru tímabilin þar sem hugtakið Keflavíkurhraðlestin varð til en eina hraðlest úrvalsdeildarinnar í dag hefur nú aðsetur í Frostaskjólinu. Keflvíkingar mættu inn í 1992-93 tímabilið sem ríkjandi Íslandsmeistarar en líkt og KR-ingar í fyrra höfðu þeir misst af bikarnum árið á undan. Keflavíkurliðið átti frábært tímabil 1992-93 og vann tvöfalt þar sem liðið vann lokaúrslitin 3-0 og bikarúrslitaleikinn með 39 stiga mun. Keflvíkingar eru síðasta liðið á undan KR sem náði að vinna átta fyrstu leiki sína á tveimur tímabilum í röð en það þarf að fara enn lengra til að finna jafnoka KR-liðsins vinni liðið næsta leik. Síðasta liðið og það eina í sögu úrvalsdeildar karla til að vinna fyrstu níu leiki sína tvö tímabil í röð var Njarðvíkurliðið frá 1988-90. Njarðvíkingar unnu fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 1988-89 og ellefu fyrstu leiki sína tímabilið eftir. Njarðvíkingum tókst þó ekki að vinna titilinn því liðið sat eftir í undanúrslitunum bæði árin.Allt annar bandarískur leikmaður KR-liðið í ár er gríðarlega sterkt þrátt fyrir að menn hafi horft á eftir hinum frábæra Martin Hermannssyni út í skóla. Pavel Ermolinskij er með þrennu að meðaltali í leik, Helgi Már Magnússon les leikinn eins og opna bók, fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson gengur í þau verk sem þarf helst að leysa og ólíkt því sem var í fyrra eru KR-ingar nú með einn allra besta Bandaríkjamann deildarinnar. Þá má ekki gleyma öðrum sterkum leikmönnum, Darri Hilmarsson lætur til sína taka á báðum endum vallarins, Finnur Atli Magnússon er kominn aftur heim og kemur með mikla orku inn af bekknum og þá hefur Björn Kristjánsson nýtt sínar mínútur mjög vel. Finnur Freyr Stefánsson er á sínu öðru ári með liðið og þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu sem aðalþjálfari í meistaraflokki hefur honum tekist að fá marga stjörnuleikmenn til að vinna vel saman. KR-hjartað slær í þeim flestum og það skiptir miklu máli.8-0 boðar gott fyrir liðin 8-0 byrjun hefur boðað gott fyrir lið frá 2004. Öll fjögur liðin sem hafa unnið átta fyrstu leiki sína undanfarinn áratug hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn vorið eftir og átta af þeim ellefu sem hafa náð þessu í sögu úrvalsdeildar karla hafa farið alla leið og unnið stóra titilinn. Þetta boðar gott en skiptir litlu enda ekki pláss fyrir meiri titlapressu en einmitt á KR-liðinu í ár. KR-ingar lentu reyndar í vandræðum í leikjum sínum við ÍR og Tindastól í upphafi móts en hafa síðan unnið fjóra af fimm leikjum sínum með fimmtán stigum eða meira. KR-liðið hefur unnið 23 af 32 leikhlutum sínum í fyrstu átta umferðunum, þar af hafa Vesturbæingar aðeins tapað 4 af 20 leikhlutum í síðustu fimm leikjum. KR-liðið hefur nú unnið 18 deildarleiki í röð, átta fyrstu á þessu tímabili og þá tíu síðustu í deildarkeppninni á síðustu leiktíð. Fyrr en varir verða menn farnir að fletta upp fleiri metum því það stefnir svo sannarlega í metavetur í Vesturbænum á þessu tímabili.
Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira