Færri feður í fæðingarorlof Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2014 08:00 Færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir hrun. vísir/getty Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira