Færri feður í fæðingarorlof Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2014 08:00 Færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir hrun. vísir/getty Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent