Áfengishöft ein mikilvægasta forvörnin Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun