Skyr út, jógúrt inn: Það elska það allir Ólafur Stephensen skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun