Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Pétur vann fimm stóra titla hjá KR með Rúnari Kristinssyni. Hér fagnar Pétur Íslandsmeistaratitlinum 2013. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki að fara út til Lilleström með Rúnari,“ segir Pétur Pétursson en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR undanfarin ár. Það hefur legið lengi í loftinu að Rúnar tæki við norska liðinu Lilleström. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heldur Rúnar utan til Noregs í dag til þess að skrifa undir samning við félagið. Hann vildi taka Pétur með sér en af því verður ekki. „Það stóð til að ég færi með honum í þetta dæmi. Það var of mikill munur á milli mín og félagsins í samningaviðræðunum. Við náðum bara ekki saman. Mér fannst það ferlega leiðinlegt því þetta var spennandi dæmi. Ég óska Rúnari aftur á móti alls hins besta og vonandi gengur þetta vel hjá honum. Ég naut þess að vinna með honum og þetta var góður tími sem við áttum saman með KR,“ segir Pétur.Siggi Raggi orðaður við starfið Rúnar þarf því að finna sér nýjan aðstoðarþjálfara. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið orðaður í þá stöðu en hann vildi ekkert tjá sig um málið er eftir því var leitað í gær. Pétur er búinn að vera aðstoðarþjálfari hjá KR síðan 2009. Hann var þá Loga Ólafssyni til aðstoðar og hélt áfram sínu starfi er Rúnar Kristinsson tók við um mitt sumar árið 2010. Rúnar og Pétur unnu samtals fimm stóra titla með KR. Tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Þeir virðast því hafa náð afar vel saman.Pétur og Rúnar Kristinsson.Vísir/Anton BrinkÞegar Rúnar hætti með KR-liðið hætti Pétur líka enda ætlaði hann með Rúnari til Lilleström eins og hann segir fyrr í viðtalinu. Pétur hefur kunnað vel við sig í þjálfun undanfarin ár og hefur áhuga á því að halda áfram. „Ég er bara atvinnulaus og í leit að vinnu núna. Ég hef mikinn áhuga á því að vera áfram í boltanum. Ég hef verið í þessu lengi og kominn með gríðarlega reynslu á síðustu árum,“ segir Pétur en hann var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar er Ólafur var landsliðsþjálfari.Er til í að vinna „Ég er til í að vinna ef ég fæ einhvers staðar starf,“ segir Pétur en er hann til í aðalþjálfarastarf á nýjan leik? „Ég hef oft haft áhuga á því. Það hefur skipt máli hvað hefur komið upp á borðið. Ég var aðalþjálfari hjá mörgum liðum á sínum tíma þar sem stundum gekk vel og stundum illa. Þannig er bara boltinn," segir Pétur. „Ég hef haft gaman af því að vera hjá sama félaginu lengi. Ég hef verið hjá KR í sjö ár og notið mín vel. Það eru ekki margir þjálfarar sem státa af því að hafa verið eins lengi hjá sama liðinu nema kannski Heimir Guðjónsson. Ég er aftur á móti atvinnulaus núna og óska eftir vinnu einhvers staðar,“ sagði Pétur léttur og hló dátt. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar gæti samið við Lilleström í vikunni Rúnar Kristinsson færist nær norska liðinu Lilleström með hverjum deginum. 29. október 2014 10:01 KR vill fá Rasmus - Bjarni ræðir við Guðmund eftir helgina Bjarni Guðjónsson segist ekki trúa öðru en að bakvörðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson verði með næsta sumar. 30. október 2014 13:18 Bjarni lofar Íslandsmeistaratitli í Vesturbænum | Myndband „Við verðum Íslandsmeistarar," segir nýráðinn þjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, en Guðjón Guðmundsson fór í klefann með Bjarna og gerði innslag um hann á Stöð 2 í gær. 3. nóvember 2014 09:07 Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13 Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Ég er ekki að fara út til Lilleström með Rúnari,“ segir Pétur Pétursson en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR undanfarin ár. Það hefur legið lengi í loftinu að Rúnar tæki við norska liðinu Lilleström. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heldur Rúnar utan til Noregs í dag til þess að skrifa undir samning við félagið. Hann vildi taka Pétur með sér en af því verður ekki. „Það stóð til að ég færi með honum í þetta dæmi. Það var of mikill munur á milli mín og félagsins í samningaviðræðunum. Við náðum bara ekki saman. Mér fannst það ferlega leiðinlegt því þetta var spennandi dæmi. Ég óska Rúnari aftur á móti alls hins besta og vonandi gengur þetta vel hjá honum. Ég naut þess að vinna með honum og þetta var góður tími sem við áttum saman með KR,“ segir Pétur.Siggi Raggi orðaður við starfið Rúnar þarf því að finna sér nýjan aðstoðarþjálfara. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið orðaður í þá stöðu en hann vildi ekkert tjá sig um málið er eftir því var leitað í gær. Pétur er búinn að vera aðstoðarþjálfari hjá KR síðan 2009. Hann var þá Loga Ólafssyni til aðstoðar og hélt áfram sínu starfi er Rúnar Kristinsson tók við um mitt sumar árið 2010. Rúnar og Pétur unnu samtals fimm stóra titla með KR. Tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Þeir virðast því hafa náð afar vel saman.Pétur og Rúnar Kristinsson.Vísir/Anton BrinkÞegar Rúnar hætti með KR-liðið hætti Pétur líka enda ætlaði hann með Rúnari til Lilleström eins og hann segir fyrr í viðtalinu. Pétur hefur kunnað vel við sig í þjálfun undanfarin ár og hefur áhuga á því að halda áfram. „Ég er bara atvinnulaus og í leit að vinnu núna. Ég hef mikinn áhuga á því að vera áfram í boltanum. Ég hef verið í þessu lengi og kominn með gríðarlega reynslu á síðustu árum,“ segir Pétur en hann var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar er Ólafur var landsliðsþjálfari.Er til í að vinna „Ég er til í að vinna ef ég fæ einhvers staðar starf,“ segir Pétur en er hann til í aðalþjálfarastarf á nýjan leik? „Ég hef oft haft áhuga á því. Það hefur skipt máli hvað hefur komið upp á borðið. Ég var aðalþjálfari hjá mörgum liðum á sínum tíma þar sem stundum gekk vel og stundum illa. Þannig er bara boltinn," segir Pétur. „Ég hef haft gaman af því að vera hjá sama félaginu lengi. Ég hef verið hjá KR í sjö ár og notið mín vel. Það eru ekki margir þjálfarar sem státa af því að hafa verið eins lengi hjá sama liðinu nema kannski Heimir Guðjónsson. Ég er aftur á móti atvinnulaus núna og óska eftir vinnu einhvers staðar,“ sagði Pétur léttur og hló dátt.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar gæti samið við Lilleström í vikunni Rúnar Kristinsson færist nær norska liðinu Lilleström með hverjum deginum. 29. október 2014 10:01 KR vill fá Rasmus - Bjarni ræðir við Guðmund eftir helgina Bjarni Guðjónsson segist ekki trúa öðru en að bakvörðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson verði með næsta sumar. 30. október 2014 13:18 Bjarni lofar Íslandsmeistaratitli í Vesturbænum | Myndband „Við verðum Íslandsmeistarar," segir nýráðinn þjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, en Guðjón Guðmundsson fór í klefann með Bjarna og gerði innslag um hann á Stöð 2 í gær. 3. nóvember 2014 09:07 Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13 Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Rúnar gæti samið við Lilleström í vikunni Rúnar Kristinsson færist nær norska liðinu Lilleström með hverjum deginum. 29. október 2014 10:01
KR vill fá Rasmus - Bjarni ræðir við Guðmund eftir helgina Bjarni Guðjónsson segist ekki trúa öðru en að bakvörðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson verði með næsta sumar. 30. október 2014 13:18
Bjarni lofar Íslandsmeistaratitli í Vesturbænum | Myndband „Við verðum Íslandsmeistarar," segir nýráðinn þjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, en Guðjón Guðmundsson fór í klefann með Bjarna og gerði innslag um hann á Stöð 2 í gær. 3. nóvember 2014 09:07
Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13
Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17