Beiðni Biokraft ehf. um að fá að setja upp 62 metra háa vindmyllu á Stað í landi Grindavíkur hefur verið hafnað.
Fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur skoðuðu sams konar vindmyllur í Þykkvabæ og segja þær ekki falla vel að náttúrunni í nágrenni bæjarins:
„Sem stendur er mikil vinnsla á vistvænni orku í sveitarfélaginu í gegnum jarðvarma og ekki fyrirséð orkuþörf sem kalli eftir uppsetningu vindmylla við strandlengju sveitarfélagsins.“