Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson skrifa 5. nóvember 2014 07:00 Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Willum Þór Þórsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar