Þegar vonin hverfur Bolli Héðinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Það er mikil einföldun að halda að verkfall lækna sé aðeins afmörkuð kjaradeila hóps sem vill sækja kjarabætur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er staðreynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkoman ræðst af svo miklu fleira en greiddum launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnarskrárinnar, loforð um innköllun fiskveiðikvóta og útleigu þeirra gegn sanngjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leiksoppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu endanlega á vordögum 2013 og það frumlegasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meira mæli en áður. Læknarnir eru einfaldlega þeir fyrstu sem fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er mikil einföldun að halda að verkfall lækna sé aðeins afmörkuð kjaradeila hóps sem vill sækja kjarabætur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er staðreynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkoman ræðst af svo miklu fleira en greiddum launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnarskrárinnar, loforð um innköllun fiskveiðikvóta og útleigu þeirra gegn sanngjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leiksoppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu endanlega á vordögum 2013 og það frumlegasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meira mæli en áður. Læknarnir eru einfaldlega þeir fyrstu sem fara.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun