Erum dálítið að sofna á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:30 Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Fréttablaðið/Stefán Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30