Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 06:30 Hér má sjá aldur leikmanna Íslands um helgina og svo á HM 1990. Sjá má myndina stærri með því að smella á hana. grafík/garðar Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. Gullkynslóðin hefur skilað íslensku þjóðinni fjölmörgum gleðistundum á síðasta áratug en það bólar aftur á móti lítið á kynslóðinni sem á að taka við. Leiðtogarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þurfa enn að draga vagninn yfir erfiðustu hjallana og liðið má ekki mikið við því þegar lykilmenn eins og Alexander Petersson, Arnór Atlason eða Ásgeir Örn Hallgrímsson eru ekki upp á sitt allra besta. Auðvitað saknaði liðið líka eins manns um helgina. Aron Pálmarsson er öflugasti leikmaður íslenska liðsins í dag og enn á besta aldri (24 ára) en hann hefur hins vegar glímt við meiðsli og er nú búinn að missa af fimm keppnisleikjum liðsins í röð. Flestir geta verið sammála þeirri fullyrðingu að íslenska liðið væri með fullt hús í riðlinum og að fara að keppa á HM í janúar ef Aron hefði spilað. Staðreyndirnar stinga hins vegar í augun. Meðalaldur íslenska liðsins í tapinu í Svartfjallalandi var 30,8 ár og vegið meðaltal marka liðsins voru heil 33 ár. 22 af 24 mörkum íslenska liðsins í Svartfjallalandi voru skoruð af mönnum sem eru komnir á fertugsaldurinn og fjórir markahæstu leikmenn liðsins eru 33 eða eldri. Ein allra frægustu kynslóðaskiptin í sögu íslenska handboltalandsliðsins voru eftir HM í Tékkóslóvakíu 1990 en það var síðasta mót liðsins undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þarna kvöddu goðsagnir eins og Alfreð Gíslason, Einar Þorvarðarson, Guðmundur Guðmundsson og Þorgils Óttar Matthiesen. Kristján Arason og Sigurður Valur Sveinsson töldu sig líka vera komna á endastöð en voru síðan „plataðir“ aftur af stað. Íslenska landsliðið hafði tvisvar náð sjötta sæti á stórmóti og unnið B-keppnina. Í liðinu voru yngri menn eins og Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Guðmundur Hrafnkelsson sem höfðu þegar öðlast reynslu og fóru fyrir liðinu á næstu árum á eftir. Staðreyndin er hins vegar sú að liðið sem tapaði í Bar um helgina er miklu eldra en liðið sem kvaddi Bogdan í mars 1990. Það munar meira en þremur árum á meðalaldri þessara liða – sjá fyrir ofan. Íslenska þjóðin getur verið þakklát fyrir að Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og fleiri eru enn tilbúnir að fórna sér fyrir landsliðið og hjálpa liðinu að brúa kynslóðabilið. Það að enginn yngri en 27 ára skyldi skora í leiknum gegn Svartfjallalandi bendir hins vegar til þess að það gæti verið langt í næstu „alvöru“ kynslóð í íslenska handboltalandsliðinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Björgvin breytti um lífsstíl „Þegar manni líður betur þá spilar maður betur.“ 3. nóvember 2014 11:30 Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag Guðjón Valur Sigurðsson segir Ísland hafa unnið Svartfjallaland hefði hann ekki klúðrað öllum þessum dauðafærum. 2. nóvember 2014 21:45 Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og töpuðu ekki með nema einu þó hann hefði viljað sjá sigur. 2. nóvember 2014 19:26 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. Gullkynslóðin hefur skilað íslensku þjóðinni fjölmörgum gleðistundum á síðasta áratug en það bólar aftur á móti lítið á kynslóðinni sem á að taka við. Leiðtogarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þurfa enn að draga vagninn yfir erfiðustu hjallana og liðið má ekki mikið við því þegar lykilmenn eins og Alexander Petersson, Arnór Atlason eða Ásgeir Örn Hallgrímsson eru ekki upp á sitt allra besta. Auðvitað saknaði liðið líka eins manns um helgina. Aron Pálmarsson er öflugasti leikmaður íslenska liðsins í dag og enn á besta aldri (24 ára) en hann hefur hins vegar glímt við meiðsli og er nú búinn að missa af fimm keppnisleikjum liðsins í röð. Flestir geta verið sammála þeirri fullyrðingu að íslenska liðið væri með fullt hús í riðlinum og að fara að keppa á HM í janúar ef Aron hefði spilað. Staðreyndirnar stinga hins vegar í augun. Meðalaldur íslenska liðsins í tapinu í Svartfjallalandi var 30,8 ár og vegið meðaltal marka liðsins voru heil 33 ár. 22 af 24 mörkum íslenska liðsins í Svartfjallalandi voru skoruð af mönnum sem eru komnir á fertugsaldurinn og fjórir markahæstu leikmenn liðsins eru 33 eða eldri. Ein allra frægustu kynslóðaskiptin í sögu íslenska handboltalandsliðsins voru eftir HM í Tékkóslóvakíu 1990 en það var síðasta mót liðsins undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þarna kvöddu goðsagnir eins og Alfreð Gíslason, Einar Þorvarðarson, Guðmundur Guðmundsson og Þorgils Óttar Matthiesen. Kristján Arason og Sigurður Valur Sveinsson töldu sig líka vera komna á endastöð en voru síðan „plataðir“ aftur af stað. Íslenska landsliðið hafði tvisvar náð sjötta sæti á stórmóti og unnið B-keppnina. Í liðinu voru yngri menn eins og Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Guðmundur Hrafnkelsson sem höfðu þegar öðlast reynslu og fóru fyrir liðinu á næstu árum á eftir. Staðreyndin er hins vegar sú að liðið sem tapaði í Bar um helgina er miklu eldra en liðið sem kvaddi Bogdan í mars 1990. Það munar meira en þremur árum á meðalaldri þessara liða – sjá fyrir ofan. Íslenska þjóðin getur verið þakklát fyrir að Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og fleiri eru enn tilbúnir að fórna sér fyrir landsliðið og hjálpa liðinu að brúa kynslóðabilið. Það að enginn yngri en 27 ára skyldi skora í leiknum gegn Svartfjallalandi bendir hins vegar til þess að það gæti verið langt í næstu „alvöru“ kynslóð í íslenska handboltalandsliðinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Björgvin breytti um lífsstíl „Þegar manni líður betur þá spilar maður betur.“ 3. nóvember 2014 11:30 Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag Guðjón Valur Sigurðsson segir Ísland hafa unnið Svartfjallaland hefði hann ekki klúðrað öllum þessum dauðafærum. 2. nóvember 2014 21:45 Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og töpuðu ekki með nema einu þó hann hefði viljað sjá sigur. 2. nóvember 2014 19:26 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag Guðjón Valur Sigurðsson segir Ísland hafa unnið Svartfjallaland hefði hann ekki klúðrað öllum þessum dauðafærum. 2. nóvember 2014 21:45
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09
Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og töpuðu ekki með nema einu þó hann hefði viljað sjá sigur. 2. nóvember 2014 19:26