Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni Erla Björg Gunnarsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 1. nóvember 2014 08:00 Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, nýtur langmests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands. Sextán prósent þeirra sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins sögðust vilja sjá hann sem næsta forseta Íslands, þrjú prósent nefndu Ólaf Ragnar Grímsson og þrjú prósent Rögnu Árnadóttur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent vilja fá Jón Gnarr í embætti forseta. Næst flestir sögðust vilja Ólaf Ragnar Grímsson og Rögnu Árnadóttur, en í báðum tilfellum voru níu prósent sem sögðust vilja þau. Jón Gnarr er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54 prósent karla myndu vilja hann sem næsta forseta á móti 36 prósent kvenna. Aftur á móti er Ragna Árnadóttir mun vinsælli á meðal kvenna en karla. Tólf prósent kvenna sem tóku afstöðu myndu vilja hana sem næsta forseta en sjö prósent karla. Ólafur Ragnar Grímsson er aftur á móti álíka vinsæll á meðal karla og kvenna. Forsetaframbjóðendur úr síðustu kosningum, þau Þóra Arnórsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson, njóta ekki eins mikils stuðnings við mögulegt framboð og hin þrjú fyrrgreind. Þrjú prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu vilja Þóru sem næsta forseta Íslands og tvö prósent segjast myndu vilja sjá Ara Trausta Guðmundsson sem næsta forseta Íslands. Það sem vekur líka athygli er að þegar svörin eru greind eftir kjördæmum sést að Jón Gnarr nýtur minnstu vinsældanna í Reykjavík og Suðurkjördæmi. Í báðum þessum kjördæmum segjast 39 prósent svarenda vilja hann sem næsta forseta Íslands. Hann nýtur hins vegar mestu vinsældanna í Norðvesturkjördæmi þar sem 83 prósent segja að þeir myndu vilja hann sem næsta forseta. Séu svör greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka virðist sem mestur stuðningur við Jón Gnarr sé á meðal kjósenda Pírata. Alls sögðust 71 prósent kjósenda Pírata vilja Jón sem forseta, 65 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar og 60 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Fréttablaðið bar niðurstöður skoðanakönnunarinnar undir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, en fékk þær upplýsingar að hann hefði það ekki fyrir vana að bregðast við upplýsingum af þessu tagi. Ragna Árnadóttir segist ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hugmyndin hefur vissulega verið rædd við hana, en hún segist ekki hafa fengið áskoranir um framboð. „Myndi frekar orða það sem vinsamlega hvatningu, reyndar í báðar áttir,“ segir hún í svari til Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar Grímsson er fimmti forseti lýðveldisins Íslands. Hann var endurkjörinn forseti vorið 2012 og að óbreyttu mun kjörtímabil hans renna út 31. júlí 2016. Hann hefur þá verið forseti Íslands í 20 ár, lengur en nokkur annar. Könnunin var gerð dagana 21. og 22. október. Spurt var: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Hringt var í 1.241 manns þangað til 801 svaraði. Alls tóku 34 prósent aðspurðra í könnuninni afstöðu til spurningarinnar með því að nefna tiltekið nafn, 58 prósent nefndu ekkert nafn og átta prósent kusu að svara ekki spurningunni. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak.Þegar Jóni Gnarr eru tjáðar niðurstöður könnunar Fréttablaðsins verður hann snortinn og þakklátur en þær koma þó ekki sérlega á óvart. „Það hefur ekki farið fram hjá mér að margir eru að velta þessu fyrir sér og ég er mikið spurður út í þetta. Krakkar hafa kallað á eftir mér „Jón forseti“ úti á götu og eru greinilega mikið að pæla í þessu. Einnig hef ég séð margar umræður á Facebook um þetta og fólk á förnum vegi talar um þetta við mig, ég finn eiginlega fyrir þessu á hverjum degi. Ég er bara snortinn yfir að fólk skuli meta mig svona mikils eða hugsa svona hlýlega til mín.“ Jón hefur þó ekki velt forsetaframboði alvarlega fyrir sér og bendir á að kosningarnar séu ekki fyrr en eftir rúm tvö ár. „Ég hef ekki hugsað um þetta af neinni alvöru eða rætt málin við fjölskylduna eða mína nánustu. Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ segir Jón og hlær. „Ég veit nefnilega í rauninni ekki hvað starfið felur í sér eða hvað það gengur út á fyrir utan að mæta á frumsýningar og hlusta á skólakóra úti á landi.“ Vill ekki flytja út á land Jafnvel þótt það hafi ekki farið fram hjá Jóni að hann sé bendlaður við embættið fær könnun Fréttablaðsins hann til að hugsa málið aðeins frekar enda fengi hann yfirburðakosningu byði hann sig fram samkvæmt henni. „Í ljósi þessarar könnunar sest ég kannski bara niður og skoða þetta niður í kjölinn og hugsa hvað ég ætli að gera. Ætli næsta skref sé ekki að halda fjölskyldufund.“ Jón viðurkennir að fjölskyldan hafi leikið sér með hugmyndina og kallar það Bessastaðagrínið. En gæti hann hugsað sér að búa á Bessastöðum? Jón skellihlær að spurningunni. „Mér finnst reyndar ofsalega gott að búa í Reykjavík. Hún er uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum. Að flytja út á land? Ég veit ekki alveg með það.“ Þegar Jón fór í framboð í borgastjórnarkosningunum fyrir rúmum fjórum árum var framboðinu tekið sem gríni. Jón hefur líkt framboðinu við gjörning og entist sá gjörningur í fjögur ár á meðan hann sat í borgastjórastólnum. En fólki virðist vera full alvara núna varðandi forsetaframboð. „Já, ég hef einmitt reynt að slá á létta strengi þegar fólk nefnir forsetaembættið við mig en það er ekkert að grínast. Það er ekki að hugsa þetta sem góðan brandara eða pönk. Þetta virðist vera einlægur vilji hjá mörgum og mér þykir auðvitað vænt um það. Einu sinni átti ég fótum mínum fjör að launa undan brjáluðum manni með sleggju í miðbænum og það hlógu bara allir. En það var ekkert grín. Þannig að jú, það er alveg gaman að vera einu sinni tekinn alvarlega.“Grét þegar Vigdís var kjörin Jafnvel þótt Jón hafi ekki mátað sjálfan sig í forsetaembættið hefur hann sterkar skoðanir á því hvernig forseti eigi að vera. „Hann á fyrst og fremst að vera sameiningartákn fyrir þjóðina inn á við en andlit þjóðarinnar út á við. Það er andinn sem lifir og formið sem deyr og embættið má aldrei yfirtaka einstaklingana sem gegna því. Þeir eiga að fá tækifæri til að ljá því sínar persónulegu áherslur.“ Nú hefur Ólafur Ragnar Grímsson gegnt embættinu í 18 ár. Finnst Jóni kominn tími á endurnýjun? „Mér finnst engin tímamörk þurfa að vera á þessu embætti eða að regluleg endurnýjun sé nauðsynleg. Það á frekar við um skemmtiefni hjá RÚV. Mér finnst það mikilvægara þar.“ Þegar Jón er spurður um uppáhaldsforsetann sinn er hann fljótur að svara. „Vigdís Finnbogadóttir. Ég var gríðarlega stoltur af að búa í landi sem hefði þann sköpunarkraft og hugrekki að kjósa Vigdísi sem forseta. Frá því að ég var lítill hef ég alltaf kiknað í hnjánum þegar ég sé eða heyri í Vigdísi. Þegar hún varð forsetinn okkar gerðist eitthvað svo fallegt. Ég var á unglingsaldri og man að ég fór smá að grenja. Mér fannst eins og íslenska þjóðin hefði farið á hærra plan en hún var á áður. Úrslitin voru líka svo óvænt. Maður vonaði að Vigdís myndi vinna en stórefaðist um það. Svo gerðist það og það er svo gaman að fá staðfestingu á því að hið óvænta getur gerst. Það er ekki alltaf ranglæti og heimska sem sigrar, stundum vinnur réttlætið og góðmennskan.“Áhugi á Besta flokknum Síðustu vikurnar hefur Jón unnið að þriðju bókinni um æskuár sín sem mun heita Útlaginn. Þar fyrir utan hefur hann áhuga á að halda áfram að búa til sjónvarps- og útvarpsefni. „Ég er búinn að vera að horfa á Vaktaseríuna og finnst það ógeðslega fyndið stöff. Þetta er það sem mig hefur alltaf langað til að gera, en ég hef verið svolítið upptekinn. Ég finn mikla þörf fyrir að kíkja aftur á svona, búa til týpur úr fólki sem ég hef kynnst og leika mér með tungumálið, en svo veit ég ekkert hvaða stemning er fyrir því.“ Í janúar flytja Jón Gnarr og fjölskylda til Texas í nokkra mánuði. Þar mun Jón starfa við stofnun við Rice-háskólann í Houston. Í stuttu máli mun starfið felast í að fræða háskólamenn um hugmyndafræðina að baki Besta flokknum og um leið mun Jón fá fræðslu um loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga og virðingu fyrir þeirri hugmynd sem Besti flokkurinn er byggður á. Það að Besti flokkurinn hafi orðið til og unnið kosningarnar er fyrir mörgum eins og þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti. Þetta er ekki allt fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Hreyfingar í anda Besta flokksins eru að skjóta upp kollinum víða. Þær eru ekki alveg eins en keyra á sömu grunngildum sem er áhersla á ákveðna tegund af samskiptum, mannréttindi, jafnrétti auk lista- og umhverfissjónarmiða.“ Tekur sér umþóttunartíma Jón kemst á mikið flug þegar talið berst að hugmyndafræði flokksins og þá vaknar spurningin hvort þessi hugmyndafræði rími ekki vel við íslenska forsetaembættið. „Það vantar sannarlega fleiri til að tala máli friðar og mannréttinda á heimsvísu. Í átökum er alltaf um tvennt að velja; að slást eða tala saman. Að tala saman tekur oft lengri tíma og það þarf að kunna það, á meðan að slást er oft fljótvirkara og virðist árangursríkara en það er svo mikil skammtímalausn og mun dýrara til lengri tíma litið. Við erum enn að reyna að leysa eitthvað sem átti að leysa með vopnavaldi fyrir hundrað árum og víða er það orðið óleysanlegt. Þannig að jú, vissulega væri fulltrúi Íslands verðugur í því að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Við erum friðsamt land og eigum mikla friðarsögu.“ En er starfslýsing forseta þá ekki komin? Þarftu að íhuga þetta frekar? Jón Gnarr skellir upp úr. „Ég ætla að taka mér svona umþóttunartíma, kallast það ekki það? Ég ætla að finna mér tíma til að hugleiða þetta og reyna svo að svara skýrt og skorinort eins fljótt og ég treysti mér til, svo að fólk sé með þetta á hreinu. Ég vil hafa hlutina á hreinu og ætla ekki að leika neinn leik. Mér leiðast svona leikir. Hef aldrei skilið þá.“ Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, nýtur langmests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands. Sextán prósent þeirra sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins sögðust vilja sjá hann sem næsta forseta Íslands, þrjú prósent nefndu Ólaf Ragnar Grímsson og þrjú prósent Rögnu Árnadóttur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent vilja fá Jón Gnarr í embætti forseta. Næst flestir sögðust vilja Ólaf Ragnar Grímsson og Rögnu Árnadóttur, en í báðum tilfellum voru níu prósent sem sögðust vilja þau. Jón Gnarr er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54 prósent karla myndu vilja hann sem næsta forseta á móti 36 prósent kvenna. Aftur á móti er Ragna Árnadóttir mun vinsælli á meðal kvenna en karla. Tólf prósent kvenna sem tóku afstöðu myndu vilja hana sem næsta forseta en sjö prósent karla. Ólafur Ragnar Grímsson er aftur á móti álíka vinsæll á meðal karla og kvenna. Forsetaframbjóðendur úr síðustu kosningum, þau Þóra Arnórsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson, njóta ekki eins mikils stuðnings við mögulegt framboð og hin þrjú fyrrgreind. Þrjú prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu vilja Þóru sem næsta forseta Íslands og tvö prósent segjast myndu vilja sjá Ara Trausta Guðmundsson sem næsta forseta Íslands. Það sem vekur líka athygli er að þegar svörin eru greind eftir kjördæmum sést að Jón Gnarr nýtur minnstu vinsældanna í Reykjavík og Suðurkjördæmi. Í báðum þessum kjördæmum segjast 39 prósent svarenda vilja hann sem næsta forseta Íslands. Hann nýtur hins vegar mestu vinsældanna í Norðvesturkjördæmi þar sem 83 prósent segja að þeir myndu vilja hann sem næsta forseta. Séu svör greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka virðist sem mestur stuðningur við Jón Gnarr sé á meðal kjósenda Pírata. Alls sögðust 71 prósent kjósenda Pírata vilja Jón sem forseta, 65 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar og 60 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Fréttablaðið bar niðurstöður skoðanakönnunarinnar undir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, en fékk þær upplýsingar að hann hefði það ekki fyrir vana að bregðast við upplýsingum af þessu tagi. Ragna Árnadóttir segist ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hugmyndin hefur vissulega verið rædd við hana, en hún segist ekki hafa fengið áskoranir um framboð. „Myndi frekar orða það sem vinsamlega hvatningu, reyndar í báðar áttir,“ segir hún í svari til Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar Grímsson er fimmti forseti lýðveldisins Íslands. Hann var endurkjörinn forseti vorið 2012 og að óbreyttu mun kjörtímabil hans renna út 31. júlí 2016. Hann hefur þá verið forseti Íslands í 20 ár, lengur en nokkur annar. Könnunin var gerð dagana 21. og 22. október. Spurt var: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Hringt var í 1.241 manns þangað til 801 svaraði. Alls tóku 34 prósent aðspurðra í könnuninni afstöðu til spurningarinnar með því að nefna tiltekið nafn, 58 prósent nefndu ekkert nafn og átta prósent kusu að svara ekki spurningunni. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak.Þegar Jóni Gnarr eru tjáðar niðurstöður könnunar Fréttablaðsins verður hann snortinn og þakklátur en þær koma þó ekki sérlega á óvart. „Það hefur ekki farið fram hjá mér að margir eru að velta þessu fyrir sér og ég er mikið spurður út í þetta. Krakkar hafa kallað á eftir mér „Jón forseti“ úti á götu og eru greinilega mikið að pæla í þessu. Einnig hef ég séð margar umræður á Facebook um þetta og fólk á förnum vegi talar um þetta við mig, ég finn eiginlega fyrir þessu á hverjum degi. Ég er bara snortinn yfir að fólk skuli meta mig svona mikils eða hugsa svona hlýlega til mín.“ Jón hefur þó ekki velt forsetaframboði alvarlega fyrir sér og bendir á að kosningarnar séu ekki fyrr en eftir rúm tvö ár. „Ég hef ekki hugsað um þetta af neinni alvöru eða rætt málin við fjölskylduna eða mína nánustu. Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ segir Jón og hlær. „Ég veit nefnilega í rauninni ekki hvað starfið felur í sér eða hvað það gengur út á fyrir utan að mæta á frumsýningar og hlusta á skólakóra úti á landi.“ Vill ekki flytja út á land Jafnvel þótt það hafi ekki farið fram hjá Jóni að hann sé bendlaður við embættið fær könnun Fréttablaðsins hann til að hugsa málið aðeins frekar enda fengi hann yfirburðakosningu byði hann sig fram samkvæmt henni. „Í ljósi þessarar könnunar sest ég kannski bara niður og skoða þetta niður í kjölinn og hugsa hvað ég ætli að gera. Ætli næsta skref sé ekki að halda fjölskyldufund.“ Jón viðurkennir að fjölskyldan hafi leikið sér með hugmyndina og kallar það Bessastaðagrínið. En gæti hann hugsað sér að búa á Bessastöðum? Jón skellihlær að spurningunni. „Mér finnst reyndar ofsalega gott að búa í Reykjavík. Hún er uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum. Að flytja út á land? Ég veit ekki alveg með það.“ Þegar Jón fór í framboð í borgastjórnarkosningunum fyrir rúmum fjórum árum var framboðinu tekið sem gríni. Jón hefur líkt framboðinu við gjörning og entist sá gjörningur í fjögur ár á meðan hann sat í borgastjórastólnum. En fólki virðist vera full alvara núna varðandi forsetaframboð. „Já, ég hef einmitt reynt að slá á létta strengi þegar fólk nefnir forsetaembættið við mig en það er ekkert að grínast. Það er ekki að hugsa þetta sem góðan brandara eða pönk. Þetta virðist vera einlægur vilji hjá mörgum og mér þykir auðvitað vænt um það. Einu sinni átti ég fótum mínum fjör að launa undan brjáluðum manni með sleggju í miðbænum og það hlógu bara allir. En það var ekkert grín. Þannig að jú, það er alveg gaman að vera einu sinni tekinn alvarlega.“Grét þegar Vigdís var kjörin Jafnvel þótt Jón hafi ekki mátað sjálfan sig í forsetaembættið hefur hann sterkar skoðanir á því hvernig forseti eigi að vera. „Hann á fyrst og fremst að vera sameiningartákn fyrir þjóðina inn á við en andlit þjóðarinnar út á við. Það er andinn sem lifir og formið sem deyr og embættið má aldrei yfirtaka einstaklingana sem gegna því. Þeir eiga að fá tækifæri til að ljá því sínar persónulegu áherslur.“ Nú hefur Ólafur Ragnar Grímsson gegnt embættinu í 18 ár. Finnst Jóni kominn tími á endurnýjun? „Mér finnst engin tímamörk þurfa að vera á þessu embætti eða að regluleg endurnýjun sé nauðsynleg. Það á frekar við um skemmtiefni hjá RÚV. Mér finnst það mikilvægara þar.“ Þegar Jón er spurður um uppáhaldsforsetann sinn er hann fljótur að svara. „Vigdís Finnbogadóttir. Ég var gríðarlega stoltur af að búa í landi sem hefði þann sköpunarkraft og hugrekki að kjósa Vigdísi sem forseta. Frá því að ég var lítill hef ég alltaf kiknað í hnjánum þegar ég sé eða heyri í Vigdísi. Þegar hún varð forsetinn okkar gerðist eitthvað svo fallegt. Ég var á unglingsaldri og man að ég fór smá að grenja. Mér fannst eins og íslenska þjóðin hefði farið á hærra plan en hún var á áður. Úrslitin voru líka svo óvænt. Maður vonaði að Vigdís myndi vinna en stórefaðist um það. Svo gerðist það og það er svo gaman að fá staðfestingu á því að hið óvænta getur gerst. Það er ekki alltaf ranglæti og heimska sem sigrar, stundum vinnur réttlætið og góðmennskan.“Áhugi á Besta flokknum Síðustu vikurnar hefur Jón unnið að þriðju bókinni um æskuár sín sem mun heita Útlaginn. Þar fyrir utan hefur hann áhuga á að halda áfram að búa til sjónvarps- og útvarpsefni. „Ég er búinn að vera að horfa á Vaktaseríuna og finnst það ógeðslega fyndið stöff. Þetta er það sem mig hefur alltaf langað til að gera, en ég hef verið svolítið upptekinn. Ég finn mikla þörf fyrir að kíkja aftur á svona, búa til týpur úr fólki sem ég hef kynnst og leika mér með tungumálið, en svo veit ég ekkert hvaða stemning er fyrir því.“ Í janúar flytja Jón Gnarr og fjölskylda til Texas í nokkra mánuði. Þar mun Jón starfa við stofnun við Rice-háskólann í Houston. Í stuttu máli mun starfið felast í að fræða háskólamenn um hugmyndafræðina að baki Besta flokknum og um leið mun Jón fá fræðslu um loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga og virðingu fyrir þeirri hugmynd sem Besti flokkurinn er byggður á. Það að Besti flokkurinn hafi orðið til og unnið kosningarnar er fyrir mörgum eins og þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti. Þetta er ekki allt fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Hreyfingar í anda Besta flokksins eru að skjóta upp kollinum víða. Þær eru ekki alveg eins en keyra á sömu grunngildum sem er áhersla á ákveðna tegund af samskiptum, mannréttindi, jafnrétti auk lista- og umhverfissjónarmiða.“ Tekur sér umþóttunartíma Jón kemst á mikið flug þegar talið berst að hugmyndafræði flokksins og þá vaknar spurningin hvort þessi hugmyndafræði rími ekki vel við íslenska forsetaembættið. „Það vantar sannarlega fleiri til að tala máli friðar og mannréttinda á heimsvísu. Í átökum er alltaf um tvennt að velja; að slást eða tala saman. Að tala saman tekur oft lengri tíma og það þarf að kunna það, á meðan að slást er oft fljótvirkara og virðist árangursríkara en það er svo mikil skammtímalausn og mun dýrara til lengri tíma litið. Við erum enn að reyna að leysa eitthvað sem átti að leysa með vopnavaldi fyrir hundrað árum og víða er það orðið óleysanlegt. Þannig að jú, vissulega væri fulltrúi Íslands verðugur í því að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Við erum friðsamt land og eigum mikla friðarsögu.“ En er starfslýsing forseta þá ekki komin? Þarftu að íhuga þetta frekar? Jón Gnarr skellir upp úr. „Ég ætla að taka mér svona umþóttunartíma, kallast það ekki það? Ég ætla að finna mér tíma til að hugleiða þetta og reyna svo að svara skýrt og skorinort eins fljótt og ég treysti mér til, svo að fólk sé með þetta á hreinu. Ég vil hafa hlutina á hreinu og ætla ekki að leika neinn leik. Mér leiðast svona leikir. Hef aldrei skilið þá.“
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira