Við viljum ekki einkasjúkrahús! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í samræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstrarfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahúsið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækkar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með tilliti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífskjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heiminum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að sækja vinnu út fyrir landsteinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sérgreinanámi loknu. Meðalaldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heilbrigðisstofnunum hefur aukist, tækjabúnaður hins opinbera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátttaka í rannsóknum til eflingar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðarráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sérgreinalækna með hættu á ofnotkun á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðismála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áformum um risastóra einkarekna læknamiðstöð með aðgengi fyrir sjúkrabíla. Íslendingar vilja að heilbrigðisþjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Við viljum ekki einkasjúkrahús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í samræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstrarfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahúsið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækkar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með tilliti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífskjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heiminum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að sækja vinnu út fyrir landsteinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sérgreinanámi loknu. Meðalaldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heilbrigðisstofnunum hefur aukist, tækjabúnaður hins opinbera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátttaka í rannsóknum til eflingar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðarráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sérgreinalækna með hættu á ofnotkun á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðismála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áformum um risastóra einkarekna læknamiðstöð með aðgengi fyrir sjúkrabíla. Íslendingar vilja að heilbrigðisþjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Við viljum ekki einkasjúkrahús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar