Ber að selja Óla Palla? Jakob Frímann Magnússon skrifar 25. október 2014 07:00 Útvarpsgjald var á sínum tíma innleitt í því skyni að renna traustum stoðum undir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV), eftir að stofnuninni var fyrirvaralaust gert að axla lífeyrissjóðsskuldbindingar er nema milljörðum króna. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn síðan á undanförnum árum tekið til við að verja útvarpsgjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna, sem eru allsendis óskyld RÚV. Er það í senn óskiljanlegt og ólíðandi og ber að leiðrétta án tafar. Vanhugsaðar og fjárfrekar byggingarframkvæmdir í Efstaleiti 1 hófust á síðustu öld og er enn vart að fullu lokið. Steinsteypubrölt þetta hefur verið og er enn afar þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.Galnar en lífseigar hugmyndir Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og gera stofnuninni þannig kleift að losa sig úr lamandi skuldafjötrum og einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að sinna íslenskri dagskrárgerð, varðveislu og skráningu menningarsögu okkar. Þá skal þess eindregið óskað að linna megi síendurteknum bollaleggingum um að selja beri Rás 2. Hún er útbreiddasta útvarpsstöð landsins, sjálf mjólkurkýr útvarpssviðs RÚV sem mestra auglýsingatekna aflar en minnst dagskrárframlög hlýtur. Slíkar vangaveltur eru glórulausar með öllu, leysa engan fjárhagsvanda og eru hrein móðgun við hlustendur Rásar 2 og ekki síður þá skapandi íslensku hryntónlistarmenn sem um áratugaskeið hafa mátt reiða sig á eina ófrávíkjanlega opinbera stoð í öllu sínu starfi, innan lands og utan, Rás 2. Rás 2 hefur staðið með íslenskri útgáfu og tónlistarfólki svo af ber, hefur varpað íslenskri tónlist um árabil til tuga erlendra útvarpsstöðva, skipulagt innlegg Íslands á risamörkuðum á borð við Eurosonic og lagt grunninn að því ótrúlega ævintýri sem sókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði er. Auk þessa hefur stöðin valið sívaxandi fjölda íslenskra laga á spilunarlista sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til yfir 50% hlutfalls íslenskrar tónlistar. Á meðan nýgild íslensk hryntónlist, sem dáð er um allan heim, má sætta sig við heil 5% af heildarframlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim tilmælum eindregið beint til bæði almennings og stjórnmálamanna að láta Rás 2 hér eftir njóta sannmælis, efla hana og tala upp – ekki niður. Sama gildir um RÚV sem með réttu ber að vera þjóðarspegill sem við getum speglað okkur í með gleði og stolti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Útvarpsgjald var á sínum tíma innleitt í því skyni að renna traustum stoðum undir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV), eftir að stofnuninni var fyrirvaralaust gert að axla lífeyrissjóðsskuldbindingar er nema milljörðum króna. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn síðan á undanförnum árum tekið til við að verja útvarpsgjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna, sem eru allsendis óskyld RÚV. Er það í senn óskiljanlegt og ólíðandi og ber að leiðrétta án tafar. Vanhugsaðar og fjárfrekar byggingarframkvæmdir í Efstaleiti 1 hófust á síðustu öld og er enn vart að fullu lokið. Steinsteypubrölt þetta hefur verið og er enn afar þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.Galnar en lífseigar hugmyndir Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og gera stofnuninni þannig kleift að losa sig úr lamandi skuldafjötrum og einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að sinna íslenskri dagskrárgerð, varðveislu og skráningu menningarsögu okkar. Þá skal þess eindregið óskað að linna megi síendurteknum bollaleggingum um að selja beri Rás 2. Hún er útbreiddasta útvarpsstöð landsins, sjálf mjólkurkýr útvarpssviðs RÚV sem mestra auglýsingatekna aflar en minnst dagskrárframlög hlýtur. Slíkar vangaveltur eru glórulausar með öllu, leysa engan fjárhagsvanda og eru hrein móðgun við hlustendur Rásar 2 og ekki síður þá skapandi íslensku hryntónlistarmenn sem um áratugaskeið hafa mátt reiða sig á eina ófrávíkjanlega opinbera stoð í öllu sínu starfi, innan lands og utan, Rás 2. Rás 2 hefur staðið með íslenskri útgáfu og tónlistarfólki svo af ber, hefur varpað íslenskri tónlist um árabil til tuga erlendra útvarpsstöðva, skipulagt innlegg Íslands á risamörkuðum á borð við Eurosonic og lagt grunninn að því ótrúlega ævintýri sem sókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði er. Auk þessa hefur stöðin valið sívaxandi fjölda íslenskra laga á spilunarlista sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til yfir 50% hlutfalls íslenskrar tónlistar. Á meðan nýgild íslensk hryntónlist, sem dáð er um allan heim, má sætta sig við heil 5% af heildarframlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim tilmælum eindregið beint til bæði almennings og stjórnmálamanna að láta Rás 2 hér eftir njóta sannmælis, efla hana og tala upp – ekki niður. Sama gildir um RÚV sem með réttu ber að vera þjóðarspegill sem við getum speglað okkur í með gleði og stolti.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun