Sárt bítur soltin lús Þorsteinn Sæmundsson skrifar 23. október 2014 07:00 Fulltrúar þeirra sem þorðu ekki, gátu ekki og vildu ekki leiðrétta verðtryggð húsnæðislán heimilanna meðan þeir áttu þess kost, eiga bágt með að sætta sig við að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur með heimilunum í landinu og vinnur markvisst að því að niðurstaða fyrirhugaðrar skuldaleiðréttingar liggi fyrir innan tíðar. Fremstur í flokki úrtölumanna fer háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar, sár og svekktur. Eins og fyrri daginn lætur þingmaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér heldur veður elginn og ruglar út í eitt. Sá sem hér ritar hefur áður látið þá skoðun sína í ljós að háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sé ekki töluglöggur. Sá Akkillesarhæll þingmannsins kom berlega í ljós á Alþingi í síðustu viku. Þar fór hann að vanda rangt með tölur og ruglaði saman óskyldum hlutum. Þegar að því var fundið bar þingmaðurinn sig aumlega og birti „gögn“ á Eyjunni í því augnamiði að styðja við bullið en „gögnin“ leiddu einmitt í ljós veilurnar í málflutningi hans. Meðal þess sem háttvirtur þingmaður kom inn á var fjármögnun leiðréttingarinnar. Hann heldur því fram að heimilin í landinu séu sjálf að borga leiðréttinguna.Þrotabúin skattlögð Hið rétta er að það hefur ávallt legið fyrir að ríkið gæti þurft að vera milliliður, sérstaklega ef menn vildu flýta leiðréttingunni. Það hefur einnig legið fyrir frá því framkvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, svokallaður bankaskattur, hefur verið hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slitameðferð frá skattinum verið afnumin. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á bankaskattinum auki árlegar tekjur ríkissjóðs um 92 milljarða á fjórum árum. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð, nokkuð sem fyrrverandi ríkisstjórn heyktist á að koma í verk allan sinn starfstíma. Þingmaðurinn heldur því fram að meðalleiðrétting skulda verði um 5%. Í þessu dæmi tekur þingmaðurinn mið af heildarskuldum heimilanna, þ.m.t. yfirdráttar- og Visa-skuldir. Vissulega stendur núverandi ríkisstjórn með heimilunum í landinu en aldrei stóð til að leiðrétta Visa-skuldir.Þingmaðurinn „gleymir“ Hið rétta er að áætlanir gera ráð fyrir að meðallækkun verðtryggðra húsnæðisskulda samkvæmt leiðréttingunni verði um 11% en það hlutfall er háð fjölda þeirra sem rétt eiga á leiðréttingu. Heildarupphæð húsnæðislána í lok árs nam 1.242 milljónum króna skv. Hagstofunni. Þingmaðurinn segir að hækkun neðra þreps VSK úr 7 í 12% muni hækka matarverð um 5%. Þarna „gleymir“ þingmaðurinn að taka inn í myndina afnám vörugjalda m.a. af matvælum. Einnig „gleymir“ þingmaðurinn að taka tillit til lækkunar efra þreps VSK og áhrifa hennar. Hið rétta er að verð á nauðsynjum mun skv. núverandi frumvarpi hækka um 3,4% en að teknu tilliti til áhrifa af niðurfellingu vörugjalda og lækkun efra þreps mun kaupmáttur heimila aukast.Sá fræjum tortryggni Auk þessa kýs þingmaðurinn að líta fram hjá fyrirhugaðri hækkun barnabóta og annarra mótvægisaðgerða við fimbulfamb sitt. Þingmaðurinn fer mikinn vegna vaxtabóta og velur að sjálfsögðu að nota árið 2011 sem viðmiðunarár en þá voru vaxtabætur hæstar. Vaxtabætur hafa farið lækkandi vegna bættrar eiginfjárstöðu heimilanna. Þannig lækka þær milli áranna 2014 og 2015 um rúmar 400 milljónir. Bætt eiginfjárstaða heimilanna varð þingmanninum raunar að umræðuefni nýlega þar sem hann taldi skuldaleiðréttinguna ónauðsynlega hennar vegna. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað þingmaðurinn nákvæmlega vill. En talnablekkingavefurinn sem hann hefur spunnið þvælist líklega fyrir honum. Þingmaðurinn vakti ítrekað athygli á því á síðasta kjörtímabili að nauðsynlegt væri að leiðrétta skuldir heimila. Hann bjó þá við þá ógæfu að styðja ríkisstjórn sem hélt sérstakan blaðamannafund til að tilkynna að ekki væri ráðrúm til að gera meira fyrir skuldsett heimili. Þingmaðurinn og skoðanabræður hans virðast ekki geta sætt sig við að núverandi ríkisstjórn er að standa við kosningaloforð sín. Sárast er að með málflutningi sínum reyna þessir sömu menn að grafa undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og sá fræjum tortryggni í brjóst þeirra sem munu njóta góðs af þeim í stað þess að gleðjast yfir því að hagur heimilanna í landinu sé bættur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fulltrúar þeirra sem þorðu ekki, gátu ekki og vildu ekki leiðrétta verðtryggð húsnæðislán heimilanna meðan þeir áttu þess kost, eiga bágt með að sætta sig við að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur með heimilunum í landinu og vinnur markvisst að því að niðurstaða fyrirhugaðrar skuldaleiðréttingar liggi fyrir innan tíðar. Fremstur í flokki úrtölumanna fer háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar, sár og svekktur. Eins og fyrri daginn lætur þingmaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér heldur veður elginn og ruglar út í eitt. Sá sem hér ritar hefur áður látið þá skoðun sína í ljós að háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sé ekki töluglöggur. Sá Akkillesarhæll þingmannsins kom berlega í ljós á Alþingi í síðustu viku. Þar fór hann að vanda rangt með tölur og ruglaði saman óskyldum hlutum. Þegar að því var fundið bar þingmaðurinn sig aumlega og birti „gögn“ á Eyjunni í því augnamiði að styðja við bullið en „gögnin“ leiddu einmitt í ljós veilurnar í málflutningi hans. Meðal þess sem háttvirtur þingmaður kom inn á var fjármögnun leiðréttingarinnar. Hann heldur því fram að heimilin í landinu séu sjálf að borga leiðréttinguna.Þrotabúin skattlögð Hið rétta er að það hefur ávallt legið fyrir að ríkið gæti þurft að vera milliliður, sérstaklega ef menn vildu flýta leiðréttingunni. Það hefur einnig legið fyrir frá því framkvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, svokallaður bankaskattur, hefur verið hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slitameðferð frá skattinum verið afnumin. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á bankaskattinum auki árlegar tekjur ríkissjóðs um 92 milljarða á fjórum árum. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð, nokkuð sem fyrrverandi ríkisstjórn heyktist á að koma í verk allan sinn starfstíma. Þingmaðurinn heldur því fram að meðalleiðrétting skulda verði um 5%. Í þessu dæmi tekur þingmaðurinn mið af heildarskuldum heimilanna, þ.m.t. yfirdráttar- og Visa-skuldir. Vissulega stendur núverandi ríkisstjórn með heimilunum í landinu en aldrei stóð til að leiðrétta Visa-skuldir.Þingmaðurinn „gleymir“ Hið rétta er að áætlanir gera ráð fyrir að meðallækkun verðtryggðra húsnæðisskulda samkvæmt leiðréttingunni verði um 11% en það hlutfall er háð fjölda þeirra sem rétt eiga á leiðréttingu. Heildarupphæð húsnæðislána í lok árs nam 1.242 milljónum króna skv. Hagstofunni. Þingmaðurinn segir að hækkun neðra þreps VSK úr 7 í 12% muni hækka matarverð um 5%. Þarna „gleymir“ þingmaðurinn að taka inn í myndina afnám vörugjalda m.a. af matvælum. Einnig „gleymir“ þingmaðurinn að taka tillit til lækkunar efra þreps VSK og áhrifa hennar. Hið rétta er að verð á nauðsynjum mun skv. núverandi frumvarpi hækka um 3,4% en að teknu tilliti til áhrifa af niðurfellingu vörugjalda og lækkun efra þreps mun kaupmáttur heimila aukast.Sá fræjum tortryggni Auk þessa kýs þingmaðurinn að líta fram hjá fyrirhugaðri hækkun barnabóta og annarra mótvægisaðgerða við fimbulfamb sitt. Þingmaðurinn fer mikinn vegna vaxtabóta og velur að sjálfsögðu að nota árið 2011 sem viðmiðunarár en þá voru vaxtabætur hæstar. Vaxtabætur hafa farið lækkandi vegna bættrar eiginfjárstöðu heimilanna. Þannig lækka þær milli áranna 2014 og 2015 um rúmar 400 milljónir. Bætt eiginfjárstaða heimilanna varð þingmanninum raunar að umræðuefni nýlega þar sem hann taldi skuldaleiðréttinguna ónauðsynlega hennar vegna. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað þingmaðurinn nákvæmlega vill. En talnablekkingavefurinn sem hann hefur spunnið þvælist líklega fyrir honum. Þingmaðurinn vakti ítrekað athygli á því á síðasta kjörtímabili að nauðsynlegt væri að leiðrétta skuldir heimila. Hann bjó þá við þá ógæfu að styðja ríkisstjórn sem hélt sérstakan blaðamannafund til að tilkynna að ekki væri ráðrúm til að gera meira fyrir skuldsett heimili. Þingmaðurinn og skoðanabræður hans virðast ekki geta sætt sig við að núverandi ríkisstjórn er að standa við kosningaloforð sín. Sárast er að með málflutningi sínum reyna þessir sömu menn að grafa undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og sá fræjum tortryggni í brjóst þeirra sem munu njóta góðs af þeim í stað þess að gleðjast yfir því að hagur heimilanna í landinu sé bættur.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun