Hætt við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Ein tillaga nefndarinnar var að búa til meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. „Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, markvissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum.Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og Ágúst Ólafur Ágústsson var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefndin lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofnunar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þessari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skilaði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum málaflokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu missir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsismálastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsismálastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja meðferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðarúrræði og áhættumat fyrir gerendur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst.Páll winkelSálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starfið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föngum og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sammála niðurstöðum þessa vinnuhóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum málaflokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í forgangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarpið er í höndum einstakra stjórnarþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, markvissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum.Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og Ágúst Ólafur Ágústsson var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefndin lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofnunar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þessari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skilaði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum málaflokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu missir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsismálastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsismálastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja meðferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðarúrræði og áhættumat fyrir gerendur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst.Páll winkelSálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starfið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föngum og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sammála niðurstöðum þessa vinnuhóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum málaflokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í forgangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarpið er í höndum einstakra stjórnarþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent