Markaðsbrestir og mótvægi Jón Sigurðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun