Samgöngustofa – undir einu þaki Þórólfur Árnason skrifar 17. september 2014 07:00 Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun