Innlent

Telur breytingu á verkaskiptingu ráðherra handahófskenndar

Sveinn Arnarsson skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur illa staðið að flutningi dómsmála frá innanríkisráðuneytinu og telur breytingarnar handahófskenndar og klæðskerasaumaðar fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttir. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stjórnarráð Íslands þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var til andsvara.

Bjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls. Benti Bjarni á að síðasta ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefði verið iðin við kolann að færa málefni milli ráðuneyta og „endalausar hræringar“ í ráðherraskipan, eins og hann orðaði það. Nú heyra málefni dómsmála undir forsætisráðherra eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði sig frá málaflokknum. Árni bendir á að fullnusturéttarfar er áfram í höndum innanríkisráðherra en dómstólar og lögreglan séu komin til forsætisráðherra. Árni telur Bjarna hafa brugðist í málinu sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Þegar aðstoðarmaður ráðherra er ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram, það er ljóst,“ sagði Árni Páll Árnason í ræðu sinni á þingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×