Dýrari bækur – aukinn lestur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. september 2014 12:00 Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi menn notað bækur fyrir brenni og skinnhandrit í skó. Ritað mál varð að víkja fyrir viljanum til að lifa af. Nú til dags vita allir sem koma nálægt bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum og bóksölu að lestur samfellds texta og almenn bókaeign þverr hægt og bítandi. Haldin eru málþing og umræður í fjölmiðlum um ástæðurnar og auðvitað eru þær margþættar. Einn þátturinn er hátt verð bóka sem stafar að hluta til af því að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða hærri og í milljónasamfélögum en markaður afar smár í því samhengi. Þess vegna blasir við ein leið til að ýta undir lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það mætti gera með því að lækka höfundarhlut í hverri seldri bók, lækka prentkostnað, eignarhlut útgefanda í hverri bók eða álagningu bóksalans og skyndibóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni. Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir sem reyndar keyra niður álagningu og heildsöluverð bóka. Augljósasta leiðin felst samt í að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. Ef til vill gæti það aukið menntun fólks, hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og hvað eina sem okkur er kynnt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi eða í þjóðlegum og bólgnum ræðum ráðherra fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa menningarafreks er virðisaukaskattur hækkaður og þar með verð hins ritaða máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu og ótal samfélagslegra atriða og þau kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig Færeyingum og Írum tekst að komast hjá virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera mikið leyndarmál. En það er enn lag. Samhliða endurskoðun á skattlagningu ritaðs máls væri ráð að hætta að tekjuskattsleggja fé sem veitt er sem viðurkenning í menningarstarfseminni. Það er aumt að sjá rithöfund taka við verðlaunum hver áramót hjá RÚV með annarri hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðjunginn með hinni, svo dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi menn notað bækur fyrir brenni og skinnhandrit í skó. Ritað mál varð að víkja fyrir viljanum til að lifa af. Nú til dags vita allir sem koma nálægt bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum og bóksölu að lestur samfellds texta og almenn bókaeign þverr hægt og bítandi. Haldin eru málþing og umræður í fjölmiðlum um ástæðurnar og auðvitað eru þær margþættar. Einn þátturinn er hátt verð bóka sem stafar að hluta til af því að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða hærri og í milljónasamfélögum en markaður afar smár í því samhengi. Þess vegna blasir við ein leið til að ýta undir lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það mætti gera með því að lækka höfundarhlut í hverri seldri bók, lækka prentkostnað, eignarhlut útgefanda í hverri bók eða álagningu bóksalans og skyndibóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni. Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir sem reyndar keyra niður álagningu og heildsöluverð bóka. Augljósasta leiðin felst samt í að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. Ef til vill gæti það aukið menntun fólks, hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og hvað eina sem okkur er kynnt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi eða í þjóðlegum og bólgnum ræðum ráðherra fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa menningarafreks er virðisaukaskattur hækkaður og þar með verð hins ritaða máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu og ótal samfélagslegra atriða og þau kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig Færeyingum og Írum tekst að komast hjá virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera mikið leyndarmál. En það er enn lag. Samhliða endurskoðun á skattlagningu ritaðs máls væri ráð að hætta að tekjuskattsleggja fé sem veitt er sem viðurkenning í menningarstarfseminni. Það er aumt að sjá rithöfund taka við verðlaunum hver áramót hjá RÚV með annarri hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðjunginn með hinni, svo dæmi séu nefnd.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun