Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Halldór Blöndal, Guðjón Hjörleifsson og Magnús Júlíusson. Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann. Alþingi Lekamálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent