Veldur hver á heldur Ólafur Þ Stephensen skrifar 26. ágúst 2014 05:00 Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum. Það er stundum sagt að fjölmiðlar hafi þá eðlislægu sérstöðu meðal fyrirtækja að bíta í höndina sem fóðrar þá. Þeir birta oft neikvæðar fréttir um fyrirtæki, sem eru á meðal þeirra stærstu tekjulinda í krafti auglýsingaviðskipta. Fjölmiðill, sem lætur vera að birta slíkar fréttir vegna peningalegra hagsmuna er fljótur að glata tiltrú almennings. Þess vegna er skýr aðskilnaður ritstjórnar og auglýsingadeilda á flestum stærri fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta líka þurft að bíta í lúku eigenda sinna, sem fjármagna þá og borga laun starfsmanna, sérstaklega ef eigendurnir eru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnurekstrar eða áberandi í samfélaginu af öðrum orsökum. Margir eigendur fjölmiðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigandavaldinu. Fréttamiðill, sem fjallar ekki hlutlægt og gagnrýnið um eigendur sína eins og alla aðra, glatar trausti og þar með rýrnar virði eignar hluthafanna. Öðrum er meira sama og þeir skipta sér að vild af ritstjórnarlegri umfjöllun, ekki sízt ef hún varðar þá sjálfa eða hagsmuni þeirra. Eftir hrun voru sett ný lög hér á Íslandi um fjölmiðla, sem innihéldu í fyrsta skipti ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlunum er falið að setja sér sjálfir reglur um hvernig það skuli útfært, en reglurnar eiga meðal annars að innihalda „starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi blaða- og fréttamanna, þ.m.t. stjórnenda á því sviði, gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar.“ Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi. Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum á það nefnilega við að sá veldur sem á heldur. Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig. Þetta á við hvaða fjölmiðill sem á í hlut, ríkis- eða einkarekinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum. Það er stundum sagt að fjölmiðlar hafi þá eðlislægu sérstöðu meðal fyrirtækja að bíta í höndina sem fóðrar þá. Þeir birta oft neikvæðar fréttir um fyrirtæki, sem eru á meðal þeirra stærstu tekjulinda í krafti auglýsingaviðskipta. Fjölmiðill, sem lætur vera að birta slíkar fréttir vegna peningalegra hagsmuna er fljótur að glata tiltrú almennings. Þess vegna er skýr aðskilnaður ritstjórnar og auglýsingadeilda á flestum stærri fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta líka þurft að bíta í lúku eigenda sinna, sem fjármagna þá og borga laun starfsmanna, sérstaklega ef eigendurnir eru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnurekstrar eða áberandi í samfélaginu af öðrum orsökum. Margir eigendur fjölmiðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigandavaldinu. Fréttamiðill, sem fjallar ekki hlutlægt og gagnrýnið um eigendur sína eins og alla aðra, glatar trausti og þar með rýrnar virði eignar hluthafanna. Öðrum er meira sama og þeir skipta sér að vild af ritstjórnarlegri umfjöllun, ekki sízt ef hún varðar þá sjálfa eða hagsmuni þeirra. Eftir hrun voru sett ný lög hér á Íslandi um fjölmiðla, sem innihéldu í fyrsta skipti ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlunum er falið að setja sér sjálfir reglur um hvernig það skuli útfært, en reglurnar eiga meðal annars að innihalda „starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi blaða- og fréttamanna, þ.m.t. stjórnenda á því sviði, gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar.“ Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi. Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum á það nefnilega við að sá veldur sem á heldur. Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig. Þetta á við hvaða fjölmiðill sem á í hlut, ríkis- eða einkarekinn.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun