Með hugann við hætturnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar