Kynþáttaspenna með djúpar rætur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun