Ekki ein ríkisleið að styttra námi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar