Vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2014 06:30 Aníta, hér til hægri í hlaupinu í gær. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild. Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira